Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íslenski Biggest Loser tekinn upp á Suðurnesjum
Fimmtudagur 18. júlí 2013 kl. 16:06

Íslenski Biggest Loser tekinn upp á Suðurnesjum

Í ágúst munu hefjast tökur á íslensku útgáfunni á raunveruleikaþættinum Biggest Loser. Saga Film sér um framleiðslu þáttanna fyrir Skjá Einn og eru góðar líkur á að þetta verði stærsta sjónvarpsframleiðsla seinni ára. Þættirnir snúast um að fá fólk í ofþyngd til þess að ganga í gegnum 10 vikna heilsuferli og stendur einn uppi sem sigurvegari sem hefur misst sem flest kílóin.

Þátturinn verður tekinn upp á Ásbrú, en þátttakendur munu dvelja í húsi sem stendur við hlið Heilsuhótelsins en húsnæði Heilsuhótelsins verður einnig notað við tökur. Keppendur munu að auki fá heilsuráðgjöf frá sérfræðingum Heilsuhótelsins. Ýmsar þrautir sem lagðar verða fyrir keppendur munu fara fram utandyra og þá á Reykjanesinu, sem án efa verður góð kynning fyrir svæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tökur fyrir þáttinn hefjast í ágúst og standa yfir í nokkra mánuði en stefnt er að því að frumsýna þáttinn í janúar á næsta ári.