Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íslensk Náttúrulist í Reykjanesbæ
Mánudagur 24. október 2005 kl. 10:52

Íslensk Náttúrulist í Reykjanesbæ

Íslensk náttúra býr yfir miklum fjársjóðum og má segja að hvert sem litið er megi finna mikil listaverk sem hafa orðið til án þess að mannlegar hendur hafi komið þar nærri. Það er alla veganna álit Þorsteins Þórðar Sigurðssonar í Reykjanesbæ sem hefur undanfarna mánuði búið náttúrulega hraunsteina til sýningar.

Á ferð sinni um Kapelluhraun fann hann fyrir tilviljun náttúruleg listaverk sem hann hafði með sér heim og hefur lokið við hönnun á átta styttum sem má sjá hin ýmsu form út úr. Þar á meðal eru Eldkirkjan og Förukonan sem Þorsteinn heldur sérstaklega uppá. Hann útbjó birkiplötur undir gripina, en hefur að öðru leyti látið lögun steinana halda sér að fullu. „Þessar styttur eru frumraun mín á þessu sviði,” sagði Þorsteinn í samtali við Víkurfréttir. „Ég veit annars ekki til að hliðstæð hönnun hafi verið reynd þar sem stytturnar hafa ekki verið lagfærðar til á nokkurn hátt.”

Þorsteinn bætir því við að listaverkin séu náttúrusköpun og vill sem minnst gera úr því að hann sé listamaðurinn. Verkin kallar hann „Íslenska Náttúrulist” og segist leika forvitni á að vita hvaða viðbrögð þau veki hjá fólki og segist munu halda ótrauður áfram með verkefnið finni hann fyrir áhuga almennings.

VF-Myndir/Þorgils: 1: Þorsteinn með Förukonuna, í baksýn er listaverk sem dóttir hans málaði. 2: Eldkirkjan

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024