Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íslendingar eru sólgnir í kalkún
Ásbjörn Pálsson í Menu og Ingólfur við kræsingarnar.
Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 13:54

Íslendingar eru sólgnir í kalkún

Thanksgiving maturinn hittir í mark á Langbest

„Íslendingar eru bara sólgnir í þennan mat,“ segir Ingólfur Karlsson á Langbest, en fullt var út úr dyrum hjá honum á þakkargjörðarhátíðinni í gær. Ingólfur hefur boðið upp á kalkún og allt tilheyrandi undanfarin ár og segir hann að vinsældirnar séu sífellt að aukast. „Þetta er í raun bara sprungið hjá mér enda mikil og löng hefð fyrir þessum mat hér á svæðinu,“ segir Ingólfur. Hann kokkaði sjálfur ofan í svanga hermenn hér á árum áður sem og Íslendinga sem unnu á Vellinum. „Þetta er líka bara svo góður matur og mikil fjölskyldustemning sem fylgir þessum hátíðardegi Bandaríkjamanna,“ bætir hann við.

Meðal þess sem boðið var upp á var: Kalkúnn í smjöri, hunangsgljáð skinka, svaory stuffing og alvöru gravy.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bandaríkjamennirnir í körfuboltanum voru Ingó þakklátir fyrir veisluna. Will og Damon voru virkilega sáttir.