Íslandsbanki veitir 10 námsstyrki
Íslandsbanki hefur veitt framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna en 433 umsóknir bárust að þessu sinni. Veittir voru fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónum hver til framhaldsnáms á háskólastigi, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og loks tveir styrkir að upphæð 100 þúsund krónur hvor til framhaldsskólanáms.
Dómnefnd skipuðu þau Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka en hann var jafnframt formaður dómnefndar.
Styrkhafar í ár eru:
· Hákon Blöndal. Hákon er nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri og stundar þar nám á vélstjórnarbraut.
· Hulda Þorsteinsdóttir. Hulda er nemandi á náttúrufræðibraut - líffræðisviði í Kvennaskóla Íslands.
· Alexandra Jóhannesdóttir Alexandra stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands.
· Árni Már Þrastarson Árni Már stundar nám til tvöfaldrar BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
· Sigríður Rún Siggeirsdóttir Sigríður Rún er nemandi í skó- og fylgihlutahönnun við Istituto Europeo Di Design í Róm.
· Sigtryggur Kjartansson. Sigtryggur lauk stúdentsprófi með hæstu einkunn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í desember 2009 og mun í haust setjast á skólabekk í Massachusetts Institute of Technology (MIT)
· Ingvar Sigurjónsson Ingvar stundar nám í til meistaraprófs í alþjóðahagfræði og fjármálum við Brandeis International Business School.
· María Helga Guðmundsdóttir María Helga stundar nám til meistaraprófs í jarðfræði við Stanford University.
· Hörður Kristinn Heiðarsson Hörður stundar doktorsnám á sviði rafmagnsverkfræði við University of Southern California.
· Lilja Þorsteinsdóttir Lilja stundar doktorsnám í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands.
Í umsögn dómnefndar segir: Fjölmargir þættir voru hafðir til hliðsjónar við valið. Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðsnámsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála. Það er trú okkar að þetta efnilega fólk muni þegar fram líða stundir láta til sín taka í íslensku atvinnulífi sem og á lista-, mennta og vísindasviðinu, hvert með sínum hætti.