Íslandsbanki færir HSS gjöf
 Dag- og endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fékk góða gjöf í gær þegar Íslandsbanki afhenti þeim glænýtt sjónvarp ásamt sambyggðu myndbandstæki og DVD-spilara.
Dag- og endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fékk góða gjöf í gær þegar Íslandsbanki afhenti þeim glænýtt sjónvarp ásamt sambyggðu myndbandstæki og DVD-spilara.Gjöfin var í tilefni 100 ára afmælis Íslandsbanka og mun án efa koma sér vel fyrir vistmenn en tækin verða staðsett í setustofu deildarinnar.
VF-mynd/Þorgils Jónsson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				