Ísköld Airwaves stemmning í Bláa lóninu
Það er ísköld en frábær stemmning á Blue Lagoon Chill viðburðinum sem haldinn var í Bláa Lóninu í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina. DJ Margeir kom fram ásamt Daníel Ágúst og Sísý Ey en það eru dætur Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnarssonar.
Eins og myndirnar bera með sér létu gestirnir ekki kulda og norðanrok stoppa sig. DJ Margeir sagði að stemningin hefði verið afar góð og veðrið bara gert viðburðinn eftirminnilegri.
Sísý Ey í viðeigandi flíkum í kuldanum.
Daníel Ágúst og DJ Margeir í Airwaves Bláa lóns fjöri.
-
-