Íris er Qmen stúlkan 2005 (Video)
Íris Reynisdóttir frá Grindavík var kjörin Qmen-stúlkan 2005 á glæsilegu lokakvöldi sem fór fram á Traffic í kvöld.
Hún var því hlutskörpust sex fagurra fljóða sem sóttust eftir tiltinum en hún hlaut að launum fjöldan allan af verðlaunum, má þar nefna úr frá Georgi V. Hannah, flugmiða frá Iceland Express og margt fleira.
Anastasia, Qmen-stúlkan 2004, Óli Geir Jónsson, Herra Ísland og hjónin Adam og Rakel úr Mangó sátu í dómnefnd ásamt Atla Má Gylfasyni, framkvæmdastjóra keppninnar.
Í ár var í fyrsta sinn valin netstúlka Qmen sem lesendur VF.IS kusu í netkosningu. Sú sem var hlutskörpust var Dísa Rhiannon Edwards.
Fleiri mynda er að vænta á vf.is innan tíðar auk þess sem keppninni verður gerð góð skil í næsta tölublaði Víkurfrétta.
VF-myndir/Þorgils
Fleiri myndir af Qmen stúlkunum
Myndskeið frá kvöldinu (ATH stór skrá í góðum gæðum. 34mb innanlands DL)