Instagramm leikur opna dagsins á Ásbrú
Í tengslum við opna daginn á Ásbrú verður efnt til spennandi leiks – Instagram Ásbrú. Veitt verða verðlaun fyrir bestu Instagram myndina sem eru merkt Ásbrú, þ.e. eru „hasstaggaðar“ Ásbrú. (#asbru).
Eigandi bestu myndarinnar mun fá veglegan vinning eða tvo miða á tónleika hljómsveitarinnar Valdimars og Lúðrasveitar Tónlistaskóla Reykjanesbæjar í Andrews leikhúsi á Ásbrú næstkomandi laugardag (27.apríl). Við hvetjum sem flesta snjallsímaeigendur að setja skemmtilegar myndir frá opna deginum á Ásbrú í Instagram forritið, myndirnar verða að tengjast opna deginum.