Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Instagram: Er þín mynd í pottinum?
Aníta Lind á þessa fallegu mynd.
Þriðjudagur 15. janúar 2013 kl. 14:20

Instagram: Er þín mynd í pottinum?

Fjörugar myndir af Suðurnesjum

Einhver þessara mynda gæti átt möguleika á veglegum vinningum sem kosið verður um í næsta blaði Víkurfrétta á fimmtudaginn næstkomandi.

Eins og fram hefur komið eru Víkurfréttir farnar af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Til þess að taka þátt þarftu einungis að merkja þína mynd #vikurfrettir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina fær sigurvegarinn aðgang fyrir fjóra í Bláa Lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest. Verðmæti vinninga er því veglegt og um að gera að taka þátt.

Lumar þú á skemmtilegri mynd frá lífinu á Suðurnesjum? Við erum enn að leita eftir áhugaverðum myndum og enn er tími fram á miðvikudag til þess að merkja myndirnar sínar #vikurfrettir og komast í pottinn. Vinningshafar verða birtir í næsta blaði eins og áður segir.

Tengd frétt: Klessti Dorrit og vann haug af vinningum

Aníta Lind tók líflega mynd um áramótin.

Kristbjörg Eggertsdóttir var ein í bíó. Það er hægt að bjóða vinum sínum með ef maður vinnur Instagram leik VF.

Ásgeir Trausti með aðdáenda í FS.

Það er ekki að sjá að það sé janúar við Grindavík. Bára Þórisdóttir tók þessa laglegu mynd.

 Suðurnesjamenn eru víða. Þessi heimsótti Disneyland en Sigurbjörg tók þessa mynd þar í gær.

Það þarf líka að þrífa bátana. Siggeir Pálsson tók þessa af Nirði Garðarssyni (báturinn).