Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ingó í Fjörheimum
Þriðjudagur 3. október 2006 kl. 17:16

Ingó í Fjörheimum

Föstudagskvöldið 6. október nk. verður stórdansleikur haldinn í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Njarðvík. Ingó úr Idolinu mætir með gítarinn og tekur nokkur vel valin lög og þá mun DJ Óli Geir bera ábyrgð á skífuþeytingum í búrinu með allt það heitasta í tónlistinni í dag.

Skemmtiatriði verða einnig í boði á dansleiknum og er miðaverð kr. 300 en dansleikurinn er fyrir alla nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar í 8.-10. bekk.

VF-mynd/ Ingó með strengjabrettið um öxl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024