Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ingibjörg Sigurðardóttir er Grindvíkingur ársins 2020
Ingibjörg tók við sérstökum heiðursverðlaunum frá UMFG þann 30. des sl.
Þriðjudagur 5. janúar 2021 kl. 16:26

Ingibjörg Sigurðardóttir er Grindvíkingur ársins 2020

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin Grindvíkingar ársins 2020. Fjöldi ábendinga barst vefsíðunni en flestar voru þær tileinkaðar Ingibjörgu. Ingibjörg sagðist í samtali við vefsíðu Grindavíkurbæjar í gærkvöldi engan veginn hafa búist við þessu. Hún var þó bæði hrærð og mjög þakklát enda heiðurinn mikill. Ingibjörg var í óðaönn að pakka niður í tösku þegar haft var samband við hana enda hélt hún utan til Noregs í morgun. 

Hér má sjá nokkrar umsagnir um Ingibjörgu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
  • Hún er mikil fyrirmynd og sýndi það snemma að með með miklum dug og æfingum þá er hægt að stefna hátt og ná miklum árangri. Árangur hennar í ár með norska liðinu Vålerange hefur verið frábær, þær urðu norskir meistarar sem og bikarmeistarar. Hún varð einnig valin besti leikmaður deildarinnar í ár. 
  • Hún spilar einnig stórt hlutverk með landsliði kvenna og hefur spilað um 35 leiki með landsliðunu . 
  • Frábær fyrirmynd sem við Grindvikingar eigum og sást snemma að hún ætlaði sér alla leið.
  • Þessi stelpa hefur sýnt hvað er hægt að ná langt með því að einbeita sér að markmiðum sínum og glæsileg fyrirmynd yngri stúlkna í íþróttum.  
  • Hún er besti leikmaður Noregs í efstu deild kvenna, hún er deildarmeistari og bikarmeistari. Hún á eflaust eftir að ná mikið lengra og vera oft í huga okkar Grindvíkinga á komandi árum.   
  • Betri fyrirmynd er varla hægt að finna. Er aðeins 23 ára gömul en hefur verið afreksíþróttakona frá því að hún var 15 ára gömul. Án efa ein af íþróttafólki ársins árið 2020 og á mjög bjarta framtíð fyrir höndum.
  • Lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki í Grindavík árið 2012 aðeins 15 ára gömul og átti svo farsælan feril með Breiðablik áður en hún hélt í atvinnumennsku.
  • Hún er nú orðin ein af betri miðvörðum í heimi og myndar frábært miðvarðarpar með Glódísi Perlu Viggósdóttur í íslenska landsliðinu.

Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt. 

Það er gaman að segja frá því að föður amma Ingibjargar, Margrét Sigurðardóttir, fékk þennan heiður árið 2016.

Viðurkenningin verður undanfarin ár verið afhent formlega á Þrettándagleðinni. Það verður engin slík í ár og þar sem Ingibjörg er farin til Noregs munum við reyna að hitta á hana þegar hún verður næst á landinu.  

Ingibjörg Sigurðardóttir fékk sérstaka heiðursviðurkenningu á kjöri á íþróttafólki Grindavíkur þann 30. desember og við það tilefni var tekið viðtal við hana sem horfa má á í spilaranum hér fyrir neðan.