Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ingibjörg er algjör snoozari
Laugardagur 8. desember 2018 kl. 06:00

Ingibjörg er algjör snoozari

Ingibjörg Anna Guðlaugardóttir heitir FSingur vikunnar og býr í Njarðvík. Hún er átján ára nemi á félagsvísindabraut. Ingibjörg er algjör snoozari og sefur yfir sig sem er galli að mati hennar sjálfrar en henni finnst helsti kostur sinn vera hvað hún er mjög opin og félagslynd.
 

Hver er helsti kostur FS? Félagslífið myndi ég segja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamálin þín? Snjóbretti, Crossfit, ólympískar lyftingar og að vera með vinum mínum.

Hvað hræðistu mest? Dauðann.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Lovísa Kristín verður stjarna í módelbransanum, þið heyrðuð það fyrst hér!

Hver er fyndnastur í skólanum? Belgrín Sólbrá Bergsdóttir.

Hvað sástu síðast í bíó? A Star Is Born.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco og tyggjó klárlega.

Hver er helsti galli þinn?  Ég er algjör snoozari og sef yfir mig.

Hver er helsti kostur þinn?  Ég er mjög opin og félagslynd.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Þetta klassíska; Snapchat, Instagram og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?  Ég myndi breyta öllum áföngum þannig að þeir væru símatsáfangar.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki og traust.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?  Það er ágætt, mættu samt vera fleiri sem taka þátt í því.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?  Ég ætla að verða lögregluþjónn.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?  Það er stutt í allt og þú átt marga kunningja.

Uppáhalds...

...kennari? Hanna.

...skólafag? Félagsfræði.

...sjónvarpsþættir? Friends og The Bodyguard.

...kvikmynd? The Notebook.

...tónlistarmaður? Kanye West og Travis Scott.

...leikari? Kevin Hart.