Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Inga Rósa sýnir í Flösinni
Mánudagur 3. júlí 2006 kl. 15:47

Inga Rósa sýnir í Flösinni

Listakonan Inga Rósa Kristinsdóttir opnaði myndlistasýningu í Flösinni á Garðskaga sl. sunnudag 2 júlí. Sýningin stendur í tvær vikur eða til 16. júlí. Á sýningunni má líta olíumálverk af hestum og fleira. Inga Rósa er áhugalistamaður og hefur verið á námskeiðum hjá Myndlistaskóla Reykjanesbæjar síðan 2002. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á myndlist síðan hún varbarn og málað alla tíð. Frekari upplýsingar um Ingu er að finna á heimasíðu hennar http://www.ingarosa.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024