Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Illgresi sprengir upp nýlagt malbik
Þriðjudagur 29. maí 2007 kl. 21:16

Illgresi sprengir upp nýlagt malbik

Vel skal vanda það sem lengi skal standa. Þessi orð eiga ekki við um göngustíg sem nýlega var malbikaður í Njarðvík. Þar er gróður að brjótast upp í gegnum malbikið og með sama áframhaldi verður göngustígurinn vart svipur hjá sjón. Það er í raun ótrúlegt að sjá kraftinn í illgresinu hvernig það sprengir upp malbikið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var nú í kvöld.

VF-mynd/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024