Icelandic Airwaves í Bláa lóninu næstu 4 daga
Valdimar og Retro Stefan meðal hljómsveita sem koma fram. Uppselt á þrenna tónleika af fjórum.
Nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram í Bláa Lóninu yfir Airwaves tónlistarhátíðina, en fjögurra daga tónlistarveisla fer fram á veitingastaðnum Lava í Bláa Lóninu. Þar verða haldnir tónleikar á þeim dögum sem Airwaves hátíðin stendur yfir, 30. október - 2. nóvember kl. 14.00-16:.00.
Miðaverð er kr. 7.500,- og er létt máltíð innifalin. Kaleo kemur fram á miðvikudag, Ylja á fimmtudag, Valdimar á föstudag og Retro Stefson á laugardag.
Tónleikarnir hafa fengið frábærar viðtökur og uppselt er alla dagana nema á miðvikudag þegar tónlistin Kaleo kemur fram.