Íbúum Voga fjölgaði um 8% á síðustu 12 mánuðum
íbúar Suðurnesja eru í dag 16.725 talsins en voru 15.357 fyrir tíu árum. Þetta er fjölgun íbúa upp á 8,9% eða 1.368 manns.Á síðustu tíu árum hefur íbúum Vatnsleysustrandarhrepps fjölgað mest eða um 28,6% eða úr 651 íbúa árið 1991 í 837 íbúa á þessu ári. Einnig vekur athugli að Vogamönnum hefur fjölgað um 8,14% á síðustu 12 mánuðum eða um 63 einstaklinga.
Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um rétt tæpt eitt prósent á síðasta ári. Fjölgunin var 106 einstaklingar og eru íbúar Reykjanesbæjar nú 10.942 en bæjarbúum hefur fjölgað um 760 á tíu ára tímabili.
Garðmönnum hefur fjölgað næst mest á síðustu tíu árum eða um 12,2%. Breyting á íbúafjölda varð hins vegar engin (0,0%) á síðustu 12 mánuðum. Í dag búa 1.207 í Garðinum en þeir voru 1.076 árið 1991.
Sandgerðingum hefur fjölgað um 9,5% síðasta áratug. Í dag eru Sandgerðingar 1.400 en voru 1.279 árið 1991. Sandgerðingar eru 34 fleiri í dag en fyrir ári.
Grindvíkingum fjölgaði um 22 á síðustu tólf mánuðum, eru í dag 2.339 en voru 2.169 fyrir tíu árum sem gerir fjölgun upp á 170 einstaklinga.
Samtals hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um 1.368 á síðustu tíu árum og fjölgunin síðustu 12 mánuði hefur verið 225 manns.
Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um rétt tæpt eitt prósent á síðasta ári. Fjölgunin var 106 einstaklingar og eru íbúar Reykjanesbæjar nú 10.942 en bæjarbúum hefur fjölgað um 760 á tíu ára tímabili.
Garðmönnum hefur fjölgað næst mest á síðustu tíu árum eða um 12,2%. Breyting á íbúafjölda varð hins vegar engin (0,0%) á síðustu 12 mánuðum. Í dag búa 1.207 í Garðinum en þeir voru 1.076 árið 1991.
Sandgerðingum hefur fjölgað um 9,5% síðasta áratug. Í dag eru Sandgerðingar 1.400 en voru 1.279 árið 1991. Sandgerðingar eru 34 fleiri í dag en fyrir ári.
Grindvíkingum fjölgaði um 22 á síðustu tólf mánuðum, eru í dag 2.339 en voru 2.169 fyrir tíu árum sem gerir fjölgun upp á 170 einstaklinga.
Samtals hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um 1.368 á síðustu tíu árum og fjölgunin síðustu 12 mánuði hefur verið 225 manns.