Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Í tveimur hlutverkum í Á stoppistöð
Mánudagur 28. nóvember 2016 kl. 10:15

Í tveimur hlutverkum í Á stoppistöð

- Leikkonan Eva María svarar nokkrum spurningum

Eva María Ómarsdóttir er ung og efnileg leikkona sem fer með tvö hlutverk í leikritinu Á stoppistöð sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Keflavíkur og hefur hlotið góða dóma.

Hvaða hlutverk leikur þú í sýningunni Á stoppistöð?
Ég leik kennara sem heitir Jóhanna og hún er mikil brussa og er mjög hávær. Ég leik einnig nemanda sem heitir Natalía og hún er stelpa sem passar ekki alveg í hópinn en allir eru samt voða góðir við hana. Hún er samt algört spurningatröll og hún er svolítið úr tísku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hefur þú tekið þátt í leiksýningu áður?
Já, ég lék í einni leiksýningu sem hét Líf og friður og var sett upp í Kirkjulundi árið 2015.

Aldur?
12 ára en verð 13 ára þann 16. desember.

Fjölskylda?
Pabbi minn heitir Ómar Ólafsson, mamma mín heitir Þórey Óladóttir og stóra systir mín heitir Birta María Ómarsdóttir.

Áhugamál?
Leiklist, dans og söngur.

Fyrsta bernskuminningin?
Alltaf þegar ég fékk skyr þegar ég var lítil klessti ég því í andlitið á mér ef ég vildi ekki meira.

Uppáhalds nammi?
Súrt nammi, það er æði.

Uppáhalds bókin?
Þín eigin goðsaga.

Uppáhalds náttúruperla á Suðurnesjum?
Brú á milli heimsálfa.

Uppáhalds sjónvarpsþátturinn?
The Vampire Diaries.

Uppáhalds leikari?
Amanda Seyfried vegna þess að hún er svo falleg og fyndin.