Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í túninu heima, mamma ánægð
Mánudagur 4. september 2017 kl. 10:54

Í túninu heima, mamma ánægð

- Skemmtileg bílasýning í gamla bænum á Ljósanótt

Þessi skemmtilega sýning setti lit sinn á Ljósanótt í ár en á Kirkjuvegi 32 mátti líta ör-bílasýningu undir yfirskriftinni "Í túninu heima, mamma ánægð."

Elmar Þór Hauksson söngvari og bílaáhugamaður átti heiðurinn af sýningunni en þar voru til sýnis bílar í hans eigu og annarra og má þar nefna Camero, Playmouth, Cadillac og gamlan hertrukk.

Þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin á Kirkjuveginum og útilokaði Elmar Þór ekki að framhald yrði á næsta ári, svo lengi sem mamma væri ánægð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forláta hertrukkur GMC CCKW 353 árgerð 1941

Chevrolet Camaro Z28 árgerð 1981

Cadillac 60S árgerð 1942

Frá vinstri Plymouth road runner árgerð 1969, Plymouth valiant árgerð 1969