Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í sambandi - styrktarsýning
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 14:43

Í sambandi - styrktarsýning

Kæru Suðurnesjamenn!
 
Leikritið okkar Í sambandi hlaut frábærar viðtökur viðstaddra þegar við frumsýndum það á árshátíð unglingastigs þann 20. mars sl. og í þremur almennum sýningum. Það fjallar um þau óskráðu lög og reglur sem gilda þegar hefja á leitina að kærasta eða kærustu. Unglingsstrákur og stelpa eru leidd í allan sannleikann um það hvað EKKI eigi að gera þegar glímt er við verkefni af því tagi. Ráðgjafar kenna þeim t.d. að blanda ekki foreldrum í slík verkefni og þau upplýst um „vinahættuna∏ ógurlegu. Tilfinninganæmi drengja og hreinskilni stúlkna eru auk þess ekki talin af hinu góða. Ráðleggingar þessar duga þó skammt enda fylgir ekki sögunni hvað EIGI að gera í þessum málum.

Við erum kraftmikill hópur nemenda úr 8.-10. bekk sem förum á kostum í leik, söng og dansi - þó við segjum sjálf frá! Leikstjórn er í höndum Bryndísar Jónu Magnúsdóttur, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Maríu Óladóttur.
Ástæðan fyrir því að við skrifum ykkur póst um þetta er sú að við fengum þá hugmynd að sýna leikritið einu sinni enn og hafa þá sýningu styrktarsýningu. Okkur langar til að styrkja Krabbameinsfélag Íslands, m.a. vegna þess að tveir kennarar í skólanum hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein á þessu skólaári.

Styrktarsýningin verður í kvöld 22. apríl kl. 19.30 á sal skólans. Aðgangseyrir er 1000 kr. Sýningin stendur yfir í tæpa klukkustund. Við vonumst til að sjá sem flesta!
 
Bestu kv., stórleikarar Heiðarskóla
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024