Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í módelbransanum frá 11 ára aldri
Sunnudagur 23. september 2012 kl. 10:21

Í módelbransanum frá 11 ára aldri

Gabríela Ósk Vignisdóttir er 14 ára stelpa sem gengur í Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún hefur verið að starfa sem fyrirsæta um nokkurn tíma þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gömul. Hún leggur stund á ballet og nútímadans, en ásamt fyrirsætustörfum eru það hennar helstu áhugamál. Í sumar vann Gabríela svo í bæjarvinnunni og á veitingastaðnum Mamma Mía sem er í eigu föður hennar.

Hvernig kom það til að þú fórst að fást við fyrirsætustörf?
„Þegar ég var 11 ára var komið upp að mér í Kringlunni og spurt hvort ég hefði áhuga á að verða módel, síðan þá hef ég verið mjög mikið í myndartökum og tískusýningum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hefurðu áhuga á því að starfa í þessum bransa í framtíðinni?

„Já ég hef mikinn áhuga á því. Með því að vera í þessu get ég kynnst mikið af nýju fólki og vonandi ferðast um heiminn. Þetta er það sem ég vil gera eins lengi og ég mögulega get.“

Elite Model Look keppnin, leitin að næstu ofurfyrirsætunni, hófst á Íslandi fyrr í semptemberi. Gabríela tók þátt í keppninni eins og svo margar aðrar stúlkur, en komst áfram í 15 manna úrslit. Tvær aðrar stúlkur af Suðurnesjunum komust einnig áfram en það eru þær Hafdís Hildur Gunnarsdóttir og Þóra Lind Halldórsdóttir. Lokaúrslit keppninnar fara fram þann 28. september og verður forvitnilegt að sjá hvernig stúlkunum frá Suðurnesjum gengur í þessari frægu keppni.
 

Eins og margar frægar fyrirsætur er Gabríela hávaxin en hún er nú þegar 179 cm á hæð.