Í lautarferð við Stekkjarkot
Dönsku hjónin Birgit og Martin höfðu það ljómandi gott í veðurblíðunni þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá. Þau höfðu fengið sér sæti í grasinu við Stekkjarkot og nutu þar góða veðursins og gæddu sér á brauði með kæfu og íslenskri mjólk.
Í stuttu spjalli við þetta heiðursfólk kom í ljós að þau voru frá Vejle á Jótlandi og höfðu verið hér á landi síðan á föstudag.
„Við erum búin að fara víða á Suðurlandi“, sagði Martin. „Við hófum ferðina á Höfn og erum búin að sjá Gullfoss, Geysi, Heklu og margt fleira. Jökulsárlón var þó mikilfenglegast að sjá.“
Birgit bætti því við að margt hér á landi væri frábrugðið því sem þau ættu að venjast. „Maður er svo vanur miklum mannfjölda í ferðalögum um Evrópu, en við ókum í heila klukkustund á leiðinni austur frá Vík í Mýrdal án þess að sjá nokkurn mann eða mæta einum bíl.“ Hún neitaði því ekki að það hafi læðst að henni eilítil ónotatilfinning þegar þau voru við Heklu og leið eins og þau væru ein í heiminum.
Þau voru hæstánægð með ferðina og sögðu alls ekki útilokað að þau kæmu aftur hingað til lands síðar, en þau halda aftur heim á leið á laugardagsmorgun.
VF-myndir/Þorgils Jónsson
Í stuttu spjalli við þetta heiðursfólk kom í ljós að þau voru frá Vejle á Jótlandi og höfðu verið hér á landi síðan á föstudag.
„Við erum búin að fara víða á Suðurlandi“, sagði Martin. „Við hófum ferðina á Höfn og erum búin að sjá Gullfoss, Geysi, Heklu og margt fleira. Jökulsárlón var þó mikilfenglegast að sjá.“
Birgit bætti því við að margt hér á landi væri frábrugðið því sem þau ættu að venjast. „Maður er svo vanur miklum mannfjölda í ferðalögum um Evrópu, en við ókum í heila klukkustund á leiðinni austur frá Vík í Mýrdal án þess að sjá nokkurn mann eða mæta einum bíl.“ Hún neitaði því ekki að það hafi læðst að henni eilítil ónotatilfinning þegar þau voru við Heklu og leið eins og þau væru ein í heiminum.
Þau voru hæstánægð með ferðina og sögðu alls ekki útilokað að þau kæmu aftur hingað til lands síðar, en þau halda aftur heim á leið á laugardagsmorgun.
VF-myndir/Þorgils Jónsson