Í heimsókn hjá slökkviliðinu
Nemendur úr fyrsta bekk í Holtaskóla fóru í heimsókn á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja í morgun og er heimsóknin hluti af samfélagsverkefni sem krakkarnir eru að vinna að. Nemendurnir fara einnig í heimsókn á lögreglustöðina. Strákarnir í hópnum voru sérstaklega áhugasamir um slökkviliðið og ef hægt er að tala um stór augu, þá voru strákarnir ein stór augu þegar slökkviliðsmennirnir útskýrðu starfsemina. Án efa voru einhverjir strákar í hópnum sem ætla sér að verða slökkviliðsmenn. Stelpurnar sýndu slökkvistöðinni þó nokkurn áhuga, en hugsanlegt er að áhugasvið þeirra liggi annars staðar.
Myndir: Nemendur úr 1. bekk Holtaskóla í heimsókn á slökkvistöðinni í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.