Í gleðilegu samstarfi í áratug
Fyrir áratug síðan hófu þær Gunnheiður Kjartansdóttir, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir samstarf í uppsetningu söngleikja og leiksýninga í Reykjanesbæ. Verkefnin voru aðallega sett upp með nemendum Myllubakkaskóla en einnig í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nemendur úr flestum skólum bæjarins.
Þær stöllur vildu halda uppskeruhátíð þessa tíu ára samstarfs og hafa því sett upp tónleika í Krikjulundi við Keflavíkurkirkju undir heitinu „Krakkarnir okkar“ þar sem brot af því besta verður flutt í nýjum búningi.
Tónleikarnir verða frumfluttir á föstudagskvöld kl. 20 og svo verða tvær sýningar á laugardaginn, önnur kl. 16 en hin kl. 20.
Flytjendur eru „krakkar á aldrinum 6-28 ára sem hafa flest unnið með þeim áður og jafnvel oft.
Miðasala er í síma 695 3297 en miðaverðið er 2000 krónur.
Í kvöld verður innslag í Sjónvarpi Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem fjallað er um verkefnið. Þátturinn er á dagskrá kl. 21:30.