Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í geislaglóð haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju
Fimmtudagur 29. júní 2023 kl. 14:13

Í geislaglóð haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju

Í geislaglóð, klassískir söngtónleikar, verða haldnir í Ytri Njarðvíkurkirkju mánudaginn 3. Júlí kl. 20.

Á tónleikunum koma fram tónlistarkonurnar Svafa Þórhallsdóttir, söngkona sem á ættir sínar að rekja á Suðurnesin, og Galya Kolarova, píanóleikari frá Danmörku. Þær hafa starfað saman um árabil og komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Danmörku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efnisskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að heyra eitthvað við sitt hæfi. Íslensk sönglög, ítalskar aríur og sérstakur gestur tónleikana verður Cesar Alonzo Barrera, spænskur tenórsöngvari nýfluttur á Suðurnesin, og mun hann flytja nokkrar aríur og dúetta með þeim stöllum. Þau lofa ánægjulegu kvöldi með dásamlegri tónlist!