Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Í frjálsu falli fyrir 3000 kall!
Mánudagur 2. júní 2003 kl. 23:08

Í frjálsu falli fyrir 3000 kall!

Nú er teygjustökk ekki lengur vinsælt, heldur er fólki nú varpað út úr teygjustökkskörfunni úr háum krana án þess að vera bundið í öryggisólar. Áður en fólk nær að fletjast út í malbikinu fyrir neðan er fólk hins vegar gripið af tvöföldu öryggisneti. Sannarlega áskorun fyrir lofthrædda, enda horfa þeir upp í heiðan himininn á leiðinni niður!Við hér á ritstjórninni höfum reynt að lesa í svipinn á þessari ungu konu sem var í frjálsu falli yfir hafnarsvæðinu í Grindavík á sjómannadaginn þegar myndin var tekin. Okkur sýnist hún hafa verið "skíthrædd" á góða íslensku og það fyrir 3000 kr.

Leiktækið var vinsælt og án efa hafa margir sigrast á lofthræðslunni þennan dag.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024