Í flughermi í Frakklandi um páskana
Langar í risastórt lakkrísegg.
Þórarinn Ingi Ingason (Tóti), flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, ætlar að vera í flughermi í Frakklandi vegna vinnunnar um páskana. Hann gefur sex páskaegg og langar sjálfan í risastórt lakkrísegg.
Sumarið byrjar næsta fimmtudag og við spurðum Tóta hvað hann ætlar að gera í sumar. Hann æltar vbæði að ferðast innanlands og erlendis. „Á sumrin vinn ég, ferðast og mótorhjólast. Í sumar ætla ég í gönguferðir à íslandi og vonandi njóta smàræðis af hvítri strönd erlendis.“ Annars segir Tóti veturinn hafa verið nokkuð góðan hjá sér og hann segir samt alveg kominn tíma á rigningalaust og hlýtt sumar. Hann vonar jafnframt að spáin rætist. „Það er einhvern veginn allt best við íslenskt sumar. Ísland - best í heimi!“