Í 100 ára gömlu húsi á Siglufirði um páskana
Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunarmeistari.
Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?
Já við fjölskyldan förum á Siglufjörð, við reynum það oftast um páskana, förum á skíði, svo erum við nýbúin að kaupa dásamlegt yfir 100 ára gamalt hús, sem við erum að gera upp í rólegheitum, við ætlum að mála eldhúsinnréttinguna og eitthvað fleira núna um páskana.
Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?
Já hefðirnar tengjast einmitt skíðunum, fara á Siglufjörð á skíði, og svo er það sú hefð að fela páskaeggin á páskadag, og svo er startað í leik og allir eru með, og það er sama hvað drengirnir verða stórir eða foreldrarnir gamlir, þetta er alltaf svo spennandi.
Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?
Það sem við borðum á páskadag fylgir engum hefðum það fer oft bara eftir því hvort okkur sé boðið í mat, þannig er það oftast, en ef ekki þá reynum við að borða lamb eða kalkúnabringu.
Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?
Ég ætlaði að fá mér hvítt Lindor egg en þau voru uppselt, svo ég valdi það næstbesta, hraun egg frá Góu, ég er mjög spennt að leita af því.