HVÍTAR NÆRBUXUR Í SANDGERÐI
Umfjöllun tímarits Víkurfrétta um fjölda jeppa í Garðinum miðað við höfðatölu fór misvel í fólk og bárust blaðinu skeyti, skop og níð að því tilefni. Þar á meðal var símbréf frá óþekktum aðila sem lagði til að „paparazzar“ blaðsins eltust við flöktandi fatasnúrur Sandgerðinga næst, þar væri að finna flestar hvítar nærbuxur. Grunar Víkurfréttir að þarna hafi verið á ferð harður andstæðingur sameiningar, á 35 tommu Krúser hið minnsta...