Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvetur bæjarbúa til að lýsa upp húsin sín
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 09:23

Hvetur bæjarbúa til að lýsa upp húsin sín

„Það hafa þó nokkrir haft samband og ætla að vera með. Undirtektir mættu vera betri en Ljósanótt er eftir hálfan mánuð þannig að það eiga eflaust fleiri eftir að taka við sér,“ segir listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, aðspurður um undirtektir við þeirri hugmynd sem hann hefur undanfarið  haldið á lofti að fólk lýsi upp húsin sín í tilefni Ljósanætur.

„Hugmyndin gengur út á að bæjarbúar myndi eitt heildar myndlistarverk á bæinn sinn með því að lýsa upp húsin sín á einfaldan hátt. Einn kastari er notaður og getur hver og einn haft það eins og hann vill. Ef fólk vill hafa í lit á lýsingunni er einfalt að láta filmu fyrir framan kastarann. Þetta kostar ekki nema svona 800 – 1000 krónur á hús.
Nú þegar hafa nokkrir haft samband við mig og ætla að gera þetta, enn skemmtilegra væri ef helst allir í bænum tækju þátt,“ segir Guðmundur Rúnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024