Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvernig er Suðsuðvestur?
Mánudagur 22. maí 2006 kl. 15:24

Hvernig er Suðsuðvestur?

Laugardaginn 27. maí kl. 17 opnar Þórunn Hjartardóttir myndlistarmaður, lesari og þýðandi, fimmtu einkasýningu sína í Suðsuðvestri við Hafnargötu 22 í Keflavík.

Á sýningunni Hvernig er Suðsuðvestur? eru meðal annars verk sem Þórunn hefur unnið beint inn í rýmið síðustu daga með ýmsum aðferðum og eru því hvorttveggja stað- og tímabundin. Hún hefur ekki unnið með þessum hætti áður og því fróðlegt að sjá hvað henni dettur í hug.

Lengi vel fékkst Þórunn einkum við að mála geómetrísk abstraktmálverk, en á síðustu einkasýningu höfðu ljósmyndir, hljóðverk og málverk með orðum bæst við.

Þórunn var meðskipuleggjandi og þátttakandi í sýningunni Eyjarnar í norður-Atlantshafi  í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í mars sl.
Hún verður gestalistamaður í Rómarbústaðnum í nóvember og byrjar svo nýja árið með einkasýningu í Anima gallerí.
Þórunn er með vinnustofu hjá SÍM á Seljavegi 32 og verk eftir hana eru fáanleg í Anima gallerí, Ingólfsstræti 8.

Suðsuðvestur er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl.16 - 18 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 - 17. Annars eftir samkomulagi.
Sýningin stendur til 18. júní.

www.sudsudvestur.is
Heimasíðu Þórunnar má finna á: www.umm.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024