Hverfaleikar í dag á Fjölskyldudögum í Vogum
	Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga standa nú yfir og eru haldnir hátíðlegir með ýmsum hætti dagana 13.-19. ágúst. Þetta er í tuttugasta og annað skipti sem hátíðin fer fram og verður hún stútfull
	af skemmtilegri fjölskyldudagskrá. Fjölskyldudagar eru kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og
	vini til að eiga góðar samverustundir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
	Á dagskrá fjölskyldudaga í dag, fimmtudaginn 16. ágúst.
	18:00 Hverfaleikar Þróttar. 
Golfmót. Spilað verður Texas scramble (tveir saman í liði). Eitt lið spilar fyrir hönd hvers hverfis og þarf hvert hverfi að
Golfmót. Spilað verður Texas scramble (tveir saman í liði). Eitt lið spilar fyrir hönd hvers hverfis og þarf hvert hverfi að
	velja sitt lið. Ræst verður út í hverfakeppnina klukkan 18.00 og spila öll liðin saman í holli.
21:00 Hverfaleika Pubquiz í Glaðheimum.
Spurningakeppni í anda Útsvars, spurt um Voga og heima og geima.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				