Hver verður næsta Fegurðardrottning Suðurnesja?
Leitin að Fegurðardrottningu Suðurnesja 2004 er hafin. Þeir sem hafa ábendingar um stúlkur til þátttöku í keppninni geta haft samband við verslunina Persónu í síma 421 5099. Ennþá liggur ekki fyrir hvenær eða hvar keppnin verður haldin að þessu sinni. Víkurfréttir munu hins vegar kynna þátttakendur í aðdraganda keppninnar eins og undanfarin ár.