HVER VERÐUR KARAOKEMEISTARI SUÐURNESJA?
Laugardaginn 17. apríl n.k. verða krýndir sigurvegararnir í Karaokekeppni Suðurnesja 1999. Keppnin er haldin í Stapanum í Njarðvík og opnar húsið kl. 19. Boðið er upp á fordrykk, glæsilegan kvöldverð og skemmtiatriði.Í liðakeppninni keppa til úrslita Flugleiðir, Olís, R.H.-innréttingar og Víkurás. Sigurvegararnir fá kvöldverð fyrir 4 á Argentínu en annað sætið gefur kvöldverð fyrir 4 á Humarhúsinu. Þá hala fyrstu þrjú sætin inn verðlaunabikara og öll liðin þátttökuskjöl.Karaokesöngvari Suðurnesja 1999 fer til Parísar með einn til reiðarSjö söngvarar keppa um titilinn Karaokesöngvari Suðurnesja 1999 en þeir eru: Torfi Gunnþórsson frá H.Pétursyni í Garði, Árni B. Hjaltason frá Víkurási, Sveinn Sveinsson úr áhöfninni á Enoki GK, Sólrún Steinarsdóttir frá Olís, Erla Ragnarsdóttir frá kennurunum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Hrafn Hauksson frá Keflavíkurverktökum og Sonja Sigurðardóttir frá Landsbankanum á Suðurnesjum.Verðlaunin eru vegleg því auk Parísarferðar fyrir tvo fær sigurvegarinn glæsilegan ferðavinning frá Eðalvagnaþjónustunni. Söngvararnir í öðru og þriðja sæti bera kvöldverð og hótelgistingu úr býtum en allir þátttakendur fá þátttökuskjöl.Dómnefndina skipa Ragnar Örn Pétursson formaður, Elvar Gottskálksson, Lára Yngvadóttir, Ragnar Bjarnason og Bjarni Arason.Þrír möguleikar í boði!Miða- og borðapantanir eru í síma 421-2526 og er verð aðgöngumiða með kvöldverði, skemmtidagskrá og dansleik kr. 2.800. Þá verða seldir miðar á hluta keppninnar og dansleik eða frá kl. 23:30 á kr. 1000 og einnig aðeins á dansleikinn, frá kl. 00:30, á kr. 500. Hljómsveitin Stuðbandalagið leikur fyrir dansi til kl. 03