Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:25

HVER VERÐUR KARAOKEMEISTARI SUÐURNESJA?

Laugardaginn 17. apríl n.k. verða krýndir sigurvegararnir í Karaokekeppni Suðurnesja 1999. Keppnin er haldin í Stapanum í Njarðvík og opnar húsið kl. 19. Boðið er upp á fordrykk, glæsilegan kvöldverð og skemmtiatriði. Í liðakeppninni keppa til úrslita Flugleiðir, Olís, R.H.-innréttingar og Víkurás. Sigurvegararnir fá kvöldverð fyrir 4 á Argentínu en annað sætið gefur kvöldverð fyrir 4 á Humarhúsinu. Þá hala fyrstu þrjú sætin inn verðlaunabikara og öll liðin þátttökuskjöl. Karaokesöngvari Suðurnesja 1999 fer til Parísar með einn til reiðar Sjö söngvarar keppa um titilinn Karaokesöngvari Suðurnesja 1999 en þeir eru: Torfi Gunnþórsson frá H.Pétursyni í Garði, Árni B. Hjaltason frá Víkurási, Sveinn Sveinsson úr áhöfninni á Enoki GK, Sólrún Steinarsdóttir frá Olís, Erla Ragnarsdóttir frá kennurunum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Hrafn Hauksson frá Keflavíkurverktökum og Sonja Sigurðardóttir frá Landsbankanum á Suðurnesjum. Verðlaunin eru vegleg því auk Parísarferðar fyrir tvo fær sigurvegarinn glæsilegan ferðavinning frá Eðalvagnaþjónustunni. Söngvararnir í öðru og þriðja sæti bera kvöldverð og hótelgistingu úr býtum en allir þátttakendur fá þátttökuskjöl. Dómnefndina skipa Ragnar Örn Pétursson formaður, Elvar Gottskálksson, Lára Yngvadóttir, Ragnar Bjarnason og Bjarni Arason. Þrír möguleikar í boði! Miða- og borðapantanir eru í síma 421-2526 og er verð aðgöngumiða með kvöldverði, skemmtidagskrá og dansleik kr. 2.800. Þá verða seldir miðar á hluta keppninnar og dansleik eða frá kl. 23:30 á kr. 1000 og einnig aðeins á dansleikinn, frá kl. 00:30, á kr. 500. Hljómsveitin Stuðbandalagið leikur fyrir dansi til kl. 03
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024