Hver verður fyrsti heiðursborgari Sandgerðis?
Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt einróma tillögu þess efnis að skipaður verði heiðursborgari Sandgerðisbæjar. Ekki er látið uppi hver muni hljóta þá nafnbót en það verður kunngjört við setningu Sandgerðisdaga sem fara fram um næstu helgi. Sá sem nafnbótina hlýtur verður þar með fyrsti heiðursborgarinn í Sandgerði.