Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hver og einn skapar sinn stíl
Guðrún Reynisdóttir, eigandi.
Sunnudagur 14. desember 2014 kl. 11:00

Hver og einn skapar sinn stíl

Eigandi Gallerí Keflavík segir tískuna þægilega og er ánægð með sína viðskiptavini.

Guðrún Reynisdóttir hefur rekið verslunina Gallerí Keflavík um árabil. Hún er ánægð með viðskiptavini sína og margir komi af höfuðborgarsvæðinu til hennar, jafnvel í hópum. Þá sé tískan í dag þægileg því hver og einn geti skapað sinn stíl. 

Tekur á móti hópum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er mjög ánægð með mína kúnna, þeir hafa alltaf staðið vel með mér. Enda veit fólk að það er oft betra úrval í verslununum hérna á svæðinu. Við þurfum færri búðir til að þjóna svæðinu og þjóna breiðara aldursbili og öllum týpum,“ segir Guðrún Reynisdóttir, eða Rúna í Gallerí Keflavík. Hún segist leggja sig fram við að stíla inn á að eiga fatnað og fylgihluti fyrir 12 ára og eldri og konur upp í áttrætt hafi komið í verslunina. „Það er misjafnt hverju þær leita að hverju sinni. „Við viljum eiga sem allra mest til á allar konur, einnig skó og fylgihluti. Ég er með marga fastakúnna og það er að aukast að fólk komi af höfuðborgarsvæðinu og geri sér ferð hingað. Mér finnst það mjög gaman.“ Einnig hefur Rúna verið að taka á móti vinnustaða- og vinkvennahópum. Þau hafa bara komið með sínar veitingar, léttvín og snarl og haft það huggulegt, bæði á opnunartíma og eftir lokun. „Þá eru þær bara að dúllast hérna og hafa það notalegt. Þjónustan er á aðeins hærri staðli hér á svæðinu en víða, fólk talar a.m.k. um það.“ 

 
Kósíheitin allsráðandi í versluninni. 
 

Færeyingar koma til Íslands að versla

Rúna segir að til hennar komi einnig Færeyingar sem séu á heilsuhóteli á Ásbrú. „Færeyingar virðast koma til Íslands til að versla en Íslendingar til útlanda,“ segir hún og brosir. Spurð um hvað sé vinsælast hjá henni segir hún ekkert eitt vera það fram yfir annað. Síðar kápur yfir kjóla séu þó mjög vinsælar núna. „Buxur, toppar og allt svona sítt yfir annað, hvort sem það er yfir kjóla, buxur, pils. Allur gangur á öllu og þægileg tíska núna. Hver og einn getur skapað sinn stíl. Það er mjög þægilegt. En samt er töluvert um glimmer og glamúr, það er alltaf á þessum árstíma og mikið svart. Lurex-efni og pallíettur og svona glimmer.“

 
 
Myndir af Facebook síðu Gallerí Keflavík. 
 

Mig vantar eitthvað!

Jólaverslunin byrjaði að sögn Rúnu snemma og einnig er mikið að gerast hjá fólki í desember, margir á jólahlaðborðum og við alls kyns tilefni. „Oft er fólk á síðustu stundu en það er líka bara þannig og því fylgir skemmtilegt stemning líka. Allir eru velkomnir og vonandi verður skemmtileg stemning í Keflavík í desember. Ég held að fólk viti það alveg að það er ánægt með allt sem fæst og getur nálgast hér. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að geta reddað öllum ef eitthvað vantar. Fólk kemur meira hingað og segir: Mig vantar eitthvað! og það fær þjónustuna og er dressað upp. Það er öðruvísi í bænum, þar sem það þarf kannski að vaða búð úr búð í einhverju stressi,“ segir Rúna að lokum. 

 
VF/Olga Björt