Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvar ertu Ameríka?
Laugardagur 19. nóvember 2011 kl. 10:43

Hvar ertu Ameríka?

Valdimar Guðmundsson leitar svara við þeirri spurningu í nýju lagi sem varð til á dögunum. Valdimar var þá gestur í tónlistarþættinum Hljómskálanum á Rúv þar sem þekktir tónlistarmenn eru leiddir saman og þeir matreiða oftar en ekki bragðgóðan tónlistarbræðing fyrir landann.

Hér má sjá flutning Valdimars Guðmundssonar á lagi Braga „Baggalúts“ Skúlasonar við texta Magga Eríks. Sungið er um varnarsvæðið okkar kæra og verður að segjast að útkoman er ansi vel heppnuð. Með Valda spilar Þorsteinn Einarsson á gítar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024