HVAR ER SKÓLASTEFNA REYKJANESBÆJAR?
Foreldrar barna í Myllubakkaskóla lýsa eftir skólastefnu bæjaryfirvalda. Á spjallfundi foreldra í 2. bekk í Myllubakkaskóla í nóvember sl. þar sem ýmis þau mál er varða börnin okkar í skólanum voru rædd, varð okkur ljóst að vitum nánast ekkert hvað er framundan í skólamálum bæjarins. Við hverja þá spurningu sem við veltum fyrir okkur vöknuðu margar aðrar. Við viljum m.a. fá svör frá bæjaryfirvöldum við þessum spurningum; Hvernig verðu hverfaskipting? Hvað verður um skólasel? Verður mötuneyti í öllum skólunum? Hvar verður Íþróttakennslan? Munu skólarnir bjóða upp á samskonar kennslu? Verður aðstaðan sú sama í skólunum? Verður heilsdagsskóli þ.e. frá kl.8-16? Verða skólarnir heildstæðir, þ.e. 6-15 ára börn í sama húsnæði? Í dag hefur tónlistarskólinn í Keflavík útibú í Myllubakka fyrir nemendur sem stunda tónlistarnám. Hvað verður um þetta nám? Tekst bæjaryfirvöldum að manna alla skólana? Verður kanski kennaraskortur? Þetta er einungis brot af þeim spurningum sem okkur langar til að fá svör við sem allra fyrst. Foreldra barna í Myllubakkaskóla (og vafalaust annarra barna líka) er farið að lengja eftir svörum við þessum spurningum og mörgum fleirum frá bæjarstjórn. Hvernig væri að þeir sem hlut eiga að máli fræddu okkur áhyggjufulla foreldra og kynntu með einum eða öðrum hætti skólastefnu Reykjanesbæjar og reyni að upplýsa okkur hvefrnig haustuð 1999 kemur til með að líta út.