Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvalsnesgangan: Gengið í blíðskaparveðri
Þriðjudagur 4. september 2007 kl. 17:47

Hvalsnesgangan: Gengið í blíðskaparveðri

Gamla þjóðleiðin frá Keflavík og út í Hvalsnes var farin á sunnudag í blíðskaparveðri. Leiðsögumenn fræddu um sögu og minjar á leiðinni. Hluti af þjóðleiðinni er enn inni á lokuðu svæði þrátt fyrir að herinn sé farinn.

Göngumenn dóu ekki ráðalausir og fengu flugmálayfirvöld til að opna fyrir sig hlið inn á svæðið og gengu síðan  með stiga meðferðis til þess að komast yfir grindverkið að Melabergi. Á þessum lokaða kafla eru ákaflega svipmiklar vörður sem sagan segir að beri svipi fyrrum íbúa Miðneshrepps. Tvær gamlar leiðir eru á svæðinu önnur var farin á sumrin en varðaða leiðin á veturnar, vetrarleiðin.

Vonandi verður sett hlið á girðingarnar þannig að sem flestir megi njóta þess að fara þessa fallegu þjóðleið. Nestisstopp var í Fuglavíkurseli. Þar var jafnframt dregið dregið úr potti þeirra sem höfðu farið þrjár ferðir af fimm í gönguátakinu AF STAÐ á Reykjanesið. Vinningar voru göngustafir og legghlífar sem Ferðamálasamtök Suðurnesja gáfu og snyrtivörur og boðsmiðar frá Bláa Lóninu. Allir vinningarnir gengu út og til gamans má geta þess að Þórólfur, 78 ára göngugarpur hlaut göngustafina. Í gönguferðinni var m.a. með í för María Kristinsdóttir en hún býr í Texas í Bandaríkjunum og kom sérstaklega til Íslands til þess að vera á Ljósanótt. Hún hafði ekki tínt ber í 40 ár og var að vonum mjög ánægð að tina ber á leiðinni.

Mynd 1
Guðrún Kristinsdóttir fyrir miðju á myndinni komst í berjamó eftir 40 ára bið. Með henni á myndinni er mágkona hennar.

Mynd 2
Gamla þjóðleiðin milli Keflavíkur og Hvalsness liðast um Miðnesheiðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024