Hvalir sjást í hverri ferð
Heimamenn á Suðurnesjum býðst nú að komast í hvalaskoðun frá Keflavík út júlí á verði 2 fyrir 1. Hingað til hafa sést hvalir í öllum ferðum og er báturinn Moby Dick rúmgóður og fer vel um fólk um borð. Að sögn Helgu Ingimundardóttur leiðsögumanns og framkvæmdastjóra Hvalaskoðunar Keflavíkur ehf. er mjög sérstakt að sjá landið frá sjó. „Það er óvenjuleg sjón fyrir flesta og sérstaklega er gaman að sjá Hólmsbergið og fuglalífið þar,“ segir Helga.
Hægt ert að hafa samband í síma með 421-7777 varðandi ferðir.