„Hvað færðu í laun?“
- Myndband með viðtölum frá starfsgreinakynningu í morgun.
Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum kynntu sér störf um 60 manns í íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut í morgun. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku myndir og einnig viðtöl við nokkra viðstadda sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Almenn ánægja var meðal nemenda og þeirra sem standa að kynningunni, sem síðast var árið 2010. Auðvelt var að fá fólk til að kynna störf sín og það í sjálfboðavinnu utan venjulegs vinnutíma. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma en lengd náms og atvinnumöguleikar fylgdu þar fast á eftir.
VF/Olga Björt og Davíð Örn.