Húsnæðisvandi Skákfélags Reykjanesbæjar er leystur
Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ og Skákfélag Reykjanesbæjar hafa gert með sér tímamótasamkomulag sem felur í sér að Skákfélagið fær endurgjaldlaust afnot af félagsheimili Framsóknarmanna að Hafnargötu 62 í Keflavík einu sinni í viku fyrir sína starfsemi.Í tilefni undirritun samningsins var efnt til sérstakra skákdags síðastliðinn sunnudag hjá Framsóknarflokknum og voru gestir m.a. Þröstur Þórhallsson stórmeistari í skák sem tók nokkrar léttar skákir við gesti með forgjöf.
Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ
Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ