Húsfyllir á opnunarhátíð bahá'ía í Reykjanesbæ
Húsfyllir var við opnun Bahá'í miðstöðvarinnar að Túngötu 11 síðastliðinn þriðjudag. Tveir írskir bahá'íar, dr. Keith Monroe og dóttir hans Sarah, komu sérstaklega til að vera viðstödd opnunina en þau munu ferðast víða um land á næstunni og heimsækja bahá'í samfélög. Dr. Monroe hélt fyrirlestur um bahá'í trúna og sýndi myndir frá höfuðstöðvum hennar í Haifa í Ísrael en gestum var síðan boðið upp á hressingu. Ráðgert er að hafa opin hús í bahá'í miðstöðinni öll, segir í fret frá Bahá'í.