Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsfyllir á lokakvöldstund kórs Keflavíkurkirkju
Laugardagur 25. apríl 2015 kl. 07:00

Húsfyllir á lokakvöldstund kórs Keflavíkurkirkju

Húsfyllir var á lokakvöldi kvöldstundar með kórnum sem kór Keflavíkurkirkju hefur staðið fyrir mánaðarlega í vetur.

Þar steig á stokk Elmar Þór Hauksson ásamt góðum gestum, má þar nefna bæjarstjórann sem greip í fiðluna að loknum bæjarstjórnarfundi. Undirleikari var Arnór B.Vilbergsson en einnig tóku lagið Helga Rut Guðjónsdóttir, Kóngar og kór Keflavíkurkirkju.

Markmið kvöldanna var að kynna hæfileikafólk í röðum kórsins og um leið að safna í ferðasjóð kórsins sem hyggur á utanferð að ári.

Fyrirtæki styrktu við kvöldin auk þess sem safnað var frjálsum framlögum hjá gestum.
Kórfélagar þakka öllum gestum fyrir komuna og stuðninginn í vetur.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024