Húsfundur á sal FS
Boðað var til húsfundar á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. þriðjudag. Þangað söfnuðust allir sem vettlingi gátu valdið og ræddu það helsta sem brennur á fólki innan veggja skólans. Sagt var frá þemadögum sem haldnir verða 23.-15. febrúar en að þessu sinni er yfirskrift þeirra „Líf og leikur“ og er áhersla lögð á tómstundir og forvarnir. Að loknum fundinum byrjuðu nemendur síðan að skrá sig í hópa og voru viðbrögðin mikil og greinilega mikill hugur í fólki.
Auk þemadaganna var rætt um umgengni en henni hefur því miður hrakað, einkum í salnum og við innganga. Skorað var á alla viðstadda að gera átak og standa saman um að gera skólahúsið okkar að góðum og skemmtilegum vinnustað. Ekki var annað að heyra en að því væri vel tekið og fólk væri tilbúið til að leggja sitt af mörkum.