Hundruð heimsóttu frímúrara
Fjölmenni var á opnu húsi hjá Frímúrarareglunni Sindra í Reykjanesbæ í dag. Talið er að yfir 300 gestir hafi komið og kynnt sér starfið.Opna húsið var í tilefni 50 ára afmælis Frímúrarareglunnar á Íslandi og var saga reglunnar kynnt, húsnæðið til sýnis og gestum og gangandi boðið upp á veitingar. Mikil leynd hefur verið yfir félagsstarfi frímúrara í gegnum árin og án efa margir forvitnir verið á ferðinni í dag í leit að lausn á leindardómum reglunnar. Mörg leyndarmál ertu þó enn til staðar eftir daginn í dag, því ekki voru allar dyr opnar upp á gátt.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á opna húsinu í dag. Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á opna húsinu í dag. Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.