Hundatog keppni í Garðinum
Í fyrsta sinn á Íslandi verður haldin hundatog keppni. Keppnin verður kynningarkeppni og er haldin í Sveitarfélaginu Garði 16.-17.ágúst. Páll Tryggvi Karlsson stendur fyrir keppninni og hvetur alla sem áhuga hafa á að hafa samband við sig.
Keppninni verður skipt í þrjá flokka, börn 8-12 ára, ungliðaflokk 13-16 ára og fullorðinsflokk 17 ára og eldri. Hver flokkur fer sér vegalengd þar sem hundur dregur mann á hjóli.
Keppnin gengur út á samvinnu manns og hunds.
Áhugasamir, og sjálfboðaliðar við tímatöku, hafi samband við Pál Tryggva í síma 661-8087 eða netfang [email protected]
mynd af http://www.freewebs.com/gamestaffords/dogtraining.htm