Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hundahittingar að hefjast í Reykjanesbæ
Mánudagur 6. september 2010 kl. 15:39

Hundahittingar að hefjast í Reykjanesbæ

„Hundahittingar“ eru að hefjast í Reykjanesbæ og er áætlað að þeir verði haldnir einu sinni í viku. Markmiðið með þessum hittingum er að gefa hundaeigendum aukið sjálfstraust til þess að hafa góða stjórn í göngutúrum og geta tekist á við mismunandi aðstæður sem upp geta komið í göngutúrum.

Æfingarnar verða léttar og skemmtilega sem allir geta tekið þátt í og hentar öllum þeim sem vilja bæta samband sitt við hundinn sinn og fræðast betur um atferli þeirra og hegðun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að fá allar nánari upplýsingar á facebook síðunni „Hundahittingar“.