Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húllum hæ hjá Fjölskylduhjálp
Föstudagur 7. desember 2012 kl. 11:27

Húllum hæ hjá Fjölskylduhjálp

Það verður húllum hæ næsta laugardag 8. desember í útibúi Fjölskylduhjálpar Íslands á risajólamarkaði að Hafnargötu 90 Reykjanesbæ.  Þennan laugardag verður allur notaður fatnaður á 100 krónur.  Kl. 17 koma Eiríkur Fjalar (Laddi) og Hjörtur Howser tónlistarmaður og sprella fyrir gesti. Jónína Ben íþróttafræðingur kynnir bók sína og gefur góð heilsuráð. Pönsur,  Sinalco og kaffi á boðstólnum.  Komið, njótið og verslið. 

Risajólamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Hafnargötu 90 Reykjanesbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024