Hugleiðsla með búddamunkum í bókasafni
	Hugleiðsluhádegi hefjast aftur í Bókasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn 3. október kl. 12.15-12.45 í tilefni heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar.
	Hugleiðsluhádegin eru í samstarfi við WAT Buddha Iceland og leiðir búddamunkurinn Venerable Wanchai hugleiðslu á neðri hæð bókasafnsins vikulega til og með 14. nóvember.
	Ókeypis og þarf ekki að skrá sig. Hugleiðslan fer fram á ensku.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				