Huginn Heiðar útskrifaður af sjúkrahúsi
Huginn Heiðar Guðmundsson, ungi drengurinn sem gekkst undir lifrarígræðslu í Pittsburgh í Bandaríkjunum, var í gær útskrifaður af barnaspítalanum þar sem hann hefur dvalið allt frá aðgerðinni.
Hann er nú hjá foreldrum sínum í íbúð sem þau hafa búið í í þá tæpu fjóra mánuði sem þau hafa verið úti. Huginn verður þó að sjálfsögðu undir ströngu eftirliti læknanna sinna næstu 2-3 vikurnar a.m.k.
Það er skemmtileg staðreynd að þegar hann fór heim í gær voru liðnir 148 dagar frá því að þau komu út, en Huginn var einmitt 148 daga gamall þann dag, svo að hann var í gær búinn að vera erlendis nákvæmlega hálfa ævi sína.
Aðstandendur hetjunnar litlu hafa stofnað reikning í hans nafni þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.